Skipunin communicator.         © júní 1999 Tómas Rasmus

 

Hér eru einna mest spennandi skipanir "Messenger Mailbox", Message Center"  og "Address Book" sem eru teknir fyrir í næsta þætti þar sem fjallað er um póstkerfið.

Hér verður því aðeins fjallað um skipunina  "Bookmarks". Þessi skipun er notuð til þess að flokka og raða krækjum ("hyperlinks") sem þú getur safnað á siglingunni um vefinn.

þegar þú velur  "Bookmarks"  þá opnast gluggi í stíl við þennan. Ef þú ert staddur á vefsíðu sem þig langar að skoða betur síðar, er upplagt að festa á hana bókamerki "Bookmark". Það gerir þú með "Add Bookmark". Ef hins vegar þú vilt laga til í bókmerkjaflóðin þá velur þú "Edit Bookmarks".

 

Hér er dæmi um möppu sem heitir Veðurfræði/Jarðfræði, nú vil ég taka "Hafís fyrir Suðurlandi" og setja þá færslu undir eitthvað annað þá þarf ég fyrst að merkja þessa færslu með músarbendlinum, smelli síðan með vinstri takkanum þá get ég dregið færsluna yfir á aðra möppu og sleppt henni þar.

En fleiri möguleikar eru til: Ef ég til dæmis vel nú aðra færslu, færi bendilinn yfir hana og smelli svo með hægri músartakkanum þá kemur önnur mynd.

Hér get ég hent bókamerki, eða sett það á skjá sem táknmynd með svokölluðu "Short Cut" kóperað það, sett upp möppur ofl. En ef ég vil nú breyta um nafn á því gera það á einhvern hátt meira lýsandi þá þarf ég að velja "Bookmark Properties".

 

Hér koma fram einkenni á viðkomandi bókamerki, þeim er hægt að breyta. Best er að hafa nöfnin á þeim ekki of stór. Þegar þú hefur ákveðið textann þá ýtir þú á "OK" hnappinn.

Ef þú hins vegar er með á hreinu undir hvaða möppu bókamerkið á að fara þá notar þú "File Bookmark" og velur möppuna sem sú vefsíða sem þú ert að skoða á að tengjast. Þú notar síðan bókamerkin þín til að ferðast á vefnum og velur þau eftir þörfum.

Smelltu á "Bookmarks" hnappinn og veldu síðan viðeigandi slóð, um leið og þú smellir með vinstri músartakkanum þá hoppar slóðin sem þú valdir inní "Location" svæðið og vefskoðarinn opnar viðeigandi síðu.

or_upp.gif (168 bytes)