Þjöppunarforritið Winzip.   © mars 2000 Tómas Rasmus

Ýmis konar forrit bjóðast til þjöppunar á tölvugögnum. Oft kemur það fyrir að tölvunotendur eru í vandræðum með að koma gögnum á þægilegan hátt á milli tölva og þá er stærð skráa oftast höfuðvandamálið. Þá er indælt að hafa hugbúnað sem ræður við þjöppun á tölvugögnum. Í þessum þætti er kynnt hvernig hægt er að pakka saman skrám og afpakka á tiltölulega einfaldan hátt.