© 2005  Rasmus ehf

Inngangur að notkun á Excel.

Print

 

Að ræsa Excel forritið:  Þegar þú hefur ræst upp Excel þá kemur þessi mynd í ljós.

Kíkjum betur á þetta:

Hnit á virkum reit: Þegar töflureiknirinn Excel vaknar þá birtast þér fjölmargir reitir sem eru merktir með bókstöfum að ofan en tölum meðfram vinstri hliðinni. Hver reitur hefur þannig hnit svipað og reitir á skákborði. Efsti reiturinn í vinstra horninu hefur t.d. hnitin A1 næsti reitur í sömu láréttu línunni hefur á sama máta hnitin B1 o.s.frv. Dálkar (columns) eru nefndir með bókstöfum en sillur eða línur (rows) með tölum. Í bjarta rammann sem merktur er "Hnit á virkum reit" sjást merkingar á þeim reit sem þú ert að vinna með á hverjum tíma.

Titillína: sýnir nafn á því skjali sem þú ert að vinna með, í dæminu hér að ofan heitir skjalið ekkert sérstakt og kallar því forritið skjalið mitt "Book1" þangað til ég tek ákvörðun um að vista það undir einhverju betur lýsandi nafni.

Gagnalína: sýnir jafnan þau gögn sem eru í þeim reit sem er virkur á hverjum tíma, hægt er að vinna beint í gagnalínunni með innslátt á tölum og bókstöfum. Þar birtast einnig þær formúlur sem standa bak við virkan reit á hverjum tíma.

Gagnasvæðið: gagnasvæðið sýnir í upphafi töflu með mörgum reitum sem allir eru jafnstórir. Þessa reiti er hægt að ramma inn sterkar, undirstrika, teygja og toga og lita. Ýmislegt fleira er hægt að gera við þá sem þú kynnist síðar.

Tækjastikan: Á tækjastikunni eru þessi hefðbundnu Windows tæki, nýtt skjal,  opna skjal, vista, prenta osfrv.  einnig eru þar nokkur tæki sem aðeins sjást í Excel, þessi tæki eru kynnt síðar.

Skipanir: Á skipanalínunni sjást hefðbundnar skipanir sem prýða flest forrit sem keyrð eru undir Windows xx  stýrikerfunum. Þar eru einnig sérstakar skipanir sem aðeins tilheyra Excel. Þessar skipanir eru einnig kynntar síðar.