© april   2002 Tómas Rasmus

Upptaka á nýrri hljóðskrá.

Til að stofna nýja hljóðskrá þarft þú að velja liðinn "File".

og samþykkja "New".  

Þá er næst að smella sér í upptöku.  Gættu þess að hátalarar og microfonn séu tengd og tilbúin til notkunar.

Ath. stundum er microfonn innbyggður í skjá eða jafnvel lyklaborð tölvunnar.

Nú staðsetur þú mirofon nálægt hljóðgjafa.

  Næst  klikkar þú á hnappinn með rauða punktinum og upptakan hefst.

Á myndinni hér að ofan eru 26 sekúndur liðnar af upptöku hljóðstyrkur er sýndur með grænum ferli og er best  að græni liturinn fylli sem mest út í svarta rammann. Til að stöðva upptöku smellir þú á hnappinn með kassanum svarta

Þá er að spóla til baka (rewind)   og reyna á upptökun með því að

ýta á (play) takkann.

Síðan er lokaskrefið að gefa skránni nafn og vista hana á þeim stað sem þú ætlar henni. Þá velur þú skipunina "File" og síðan "Save as"  og velur þá staðsetningu sem þér hentar.

Nú ætti hljóðskráin að vera tilbúin til notkunar. Sú skráargerð sem hér er unnið með "wav" skrár eru nothæfar í Windows stýrikerfinu og flestum þeim forritum sem ráða við hljóðskrár. 

Ath. það eru til mun fullkomnari forrit til hljóðvinnlsu en þeim verða ekki gerð skil í þessum þætti.