Venjulegar Pc tölvur bjóða uppá sérstaka hljóðvinnslu. Þú getur tekið upp hljóð eins og þú værir að vinna með venjulegt segulband, nema hvað þú hefur ekki mjög mikið rými til upptöku þar sem hljóðskrár verða frekar stórar. Þú hefur aðeins ca. 60 sekúndur til umráða og ef þú nýtir þær í upptöku verður skráin þín yfir 600 kb. að stærð. Hver sekúnda af hljóðskrá tekur ca 10 kb. af diskrými.

Það forrit sem hér um ræðir heitir "Sound Recorder"  Þú getur keyrt þetta forrit með því að fara í liðinn "Entertainment" undir forritasafninu "Accessories".

Þær vélbúnaðarkröfur sem þú þarft að uppfylla eru að vísu nokkrar.

Þú þarft að hafa innbyggt hljóðkort, og tengdan microfon ásamt hátölurum við tölvuna þína. Flestar vélar sem eru settar upp með margmiðlunarvinnslu í huga uppfylla þessi skilyrði. Það form sem hljóðskrárnar fylgja er svokallað wav format. 

Skoðaðu möguleikana hér til hliðar og taktu síðan próf í hljóðvinnslu.

© mars 2002 Tómas Rasmus