Stillingar með Internet Explorer   


Til þess að auðvelda aðgengi að Stærðfræðivefnum er gott að setja vefslóðina http://www.rasmus.is í það sem við köllum "Favorites".  Þá byrjar þú á að setja inn slóðina í svæðið "Address" þegar Internet Explorer er komið í gang.

Síðan smellir þú með vinstri takka músarinnar á hnappinn sem  heitir "Favorites" Við það opnast litli ramminn með ofangreindum hætti. Þá velur þú "Add to Favorites".

 Þá opnast gluggi sem gefur þér færi á að laga til heitið á þeirri krækju sem hér um ræðir t.d. setja inn orðið Stærðfræðivefurinn í staðinn fyrir Rasmus sem er heiti síðunnar. Ef þú smellir á "OK" hnappinn þá bætist við enn ein stika í "Favorites" krækju-listann þinn.

Til þess síðan að vekja upp síðuna er nóg að velja "Favorites" hnappinn og smella á textann "Rasmus" eða "Stærðfræðivefurinn" þá kveikir vefskoðarinn á þeirri síðu. 


Leyniorð sett inn á læstar síður í Internet Explorer.

Þegar þú lendir á læstum síðum á netinu og átt aðgangsheimild getur þú látið tölvuna þína geyma notendaheiti "User name",  leyniorð "Password" og vefsetur "Domain"

Það sparar þér sporin og eykur á þægindin við að komast inn á þær slóðir sem þér hentar.