Stillingar með Netscape   


Til þess að auðvelda aðgengi að Stærðfræðivefnum er gott að setja vefslóðina http://www.rasmus.is í það sem við köllum "Bookmarks".  Þá byrjar þú á að setja inn slóðina í svæðið "Location" þegar Netscape er komið í gang.

Síðan smellir þú með vinstri takka músarinnar á hnappinn sem pílan bendir á en hann heitir "Bookmarks" Við það opnast litli ramminn með ofangreindum hætti. Þá velur þú "Add Bookmark" og bætist þá við ein stika í "Bookmarks" krækju-listann þinn.

Til þess að vekja upp síðuna er nóg að velja "Bookmarks" hnappinn og smella á textann Rasmus þá kveikir vefskoðarinn á þeirri síðu.  Til þess að breyta um texta í "Bookmarks" velur þú "Bookmarks" og síðan "Edit Bookmarks" þá getur þú opnað svæði sem heitir "Bookmark property" og sett inn þann texta sem þér finnst best lýsa því efni sem þú ætlar að varðveita í þínu krækjusafni.